Vefþjóðviljinn 191. tbl. 20. árg.
Ítalskir bankar eru í öngstræti. The Wall Street Journal segir 17% útlána þeirra, 360 milljarða evra, vera rusl en til samanburðar voru 5% lána í Bandaríkjunum talin í slíkri stöðu þegar fjármálakrísan þar vestra stóð sem hæst.
Og fá bankarnir að leggja upp laupana, hluthafar þeirra að tapa hlutfé sínu og lánadrottnar þeirra að sætta sig við að fá aðeins hluta af fjármunum sínum til baka? Ó nei.
Matteo Renzi forsætisráðherra landsins vill veita bönkunum 40 milljarða evra neyðaraðstoð en Þjóðverjar hafa stöðvað hann fram að þessu þar sem aðstoðin væri ekki í samræmi við nýjar reglur ESB um slíka aðstoð.
The Wall Street Journal segir þó að líklegasta niðurstaðan verði einhvers konar moðsuða þar sem vandanum verði áfram sópað undir teppið, í stað þess laga bankakerfið að raunveruleikanum verði hinni líknandi meðferð ítölsku bankanna haldið áfram.