Vefþjóðviljinn 314. tbl. 16. árg.
Óli Björn Kárason frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi ritaði grein í Morgunblaðið á miðvikudaginn þar sem hann vekur máls á óhugnanlegri staðreynd.
Nú er svo komið að það er beinlínis orðið hættulegt fyrir atvinnugreinar að ná árangri og jafnvel þokkalegri afkomu. Með því verða þær skotskífa skattmanns sem fylgist með öllu sem hreyfist. Það getur varla komið nokkrum manni á óvart að atvinnulífið haldi að sér höndum. Ekki getur það komið neinum í opna skjöldu að uppbygging til framtíðar hafi verið sett til hliðar vegna ótta við stjórnvöld.
Á sama tíma handvelur ríkisstjórnin aðrar greinar sem eiga að njóta stuðnings með beinum hætti í því sem nefnt er fjárfestingaráætlun, með skattaafslætti eða endurgreiðslu á útlögðum kostnaði.
Annar frambjóðandi í kraganum svonefnda, Friðjón R. Friðjónsson, hefur einnig tjáð sig um skattamál með afgerandi hætti í myndbandi sem fer um vefinn og sýnir vel helstu iðju vinstri stjórnarinnar á þessu kjörtímabili: