Já ég vil segja að samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn hefur gengið vel á seinni hluta kjörtímabilsins en við höfum samt ekki góða reynslu af því að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Verstu tímar Framsóknar hafa verið í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Þá er ég að vísa til þeirra ára þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra og menn voru alltof undanlátssamir og sýndu ekki nægilegan styrk. Þetta voru ömurlegir tímar og við erum að reyna að laga til og bæta og breyta og við erum á fullu í því, við erum í endurnýjun. Og ef ég kemst í borgarstjórn, það vantar einhver nokkur atkvæði á það kannski… |
– Einar Skúlason frambjóðandi Framsóknarflokksins í Reykjavík „sýnir auðmýkt“ kvöldið fyrir kjördag. |
L íkt og svo oft áður átti Framsóknarflokkurinn möguleika á að fá mann kjörinn í almennum kosningum í Reykjavík. Það hefur yfirleitt heppnast, stundum með naumindum, en ekki í þetta sinn. Kvöldið fyrir kjördag ákvað oddviti B-listans að upplýsa flokksmenn sína og væntanlega kjósendur um að 12 ára valdatíð Framsóknarflokksins í ríkisstjórn frá 1995 til 2007 hefði verið „ömurlegir tímar“.
Þetta gerði Einar í lokaávarpi sínu til kjósenda í umræðuþætti oddvita Reykjavíkurframboða í Ríkissjónvarpinu.
Einar einfaldlega staðfesti allan áróður andstæðinga Framsóknarflokksins undanfarin ár. Það voru „ömurlegir tímar“ þegar framsókn var í ríkisstjórn.
Þessi skilaboð höfðu þau áhrif að færri kusu Framsóknarflokkinn en skráðir eru í hann í Reykjavík. Einar skaðaði Framsóknaflokkinn um land allt með þessu og tók að minnsta kosti kollega sinn í Hafnarfirði með sér í fallinu. Þann framsóknarmann vantaði 15 atkvæði upp á að ná kjöri. Hann hefði sennilega náð kjöri ef oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hefði ekki lýst því yfir nokkrum tímum áður en kjörstaðir voru opnaðir að allt sem Framsóknarflokkurinn gerði í ríkisstjórn á síðustu áratugum hefði verið „ömurlegt“.