And it wasn’t just excitable bloggers or 24-hour cable news shows desperate to fill the maw. The chairwoman of the South Carolina Democratic Party said this week that Mrs. Palin’s “primary qualification [for vice president] seems to be that she hasn’t had an abortion.” |
– Peggy Noonan í The Wall Street Journal í gær. |
Þ að hlýtur að vera undarlegt að berjast með kjafti og klóm fyrir því að kona verði forsetaframbjóðandi á þeirri megin forsendu að hún sé kona, renna á rassinn með það og byrja svo nokkrum dögum síðar að berjast gegn annarri konu fyrir að vera kona á hraðferð í Hvíta húsið. Hún er úr dreifbýlinu, hún á svo mörg börn, hún er með fatlað barn, barnið hennar á von á barni, hún var fegurðardrottning, fékk sér ekki vegabréf fyrr en á síðasta ári, hún var í litlum háskóla, hún var íþróttafréttamaður, hún hefur aldrei hitt þjóðarleiðtoga, hún er úr smábæ, hún er úr smáríki, hún vill frekar skjóta elg en eyða fóstri.
Þetta er allt satt en kemur stjórnmálum lítið við.
Demókratar réðust á Sarah Palin með furðulegu offorsi þegar það lá fyrir að hún yrði varaforsetaefni repúblíkana. Þeir urðu ansi litlir fyrir vikið. Kannski nógu litlir til að tapa fyrir McCain í nóvember. Það er langt síðan varaforsetaefni hefur haft raunveruleg áhrif á forsetakosningar í Bandaríkjunum.
Peggy Noonan segir í The Wall Street Journal í gær að Palin sé ósnertanleg eftir að demókratar gengu fram af hinum almenna manni með persónulegri gagnrýni á hana. Nú geti enginn skaðað hana nema auðvitað hún sjálf.
Dagarnir síðan Palin varð varaforsetaefni eru þörf upprifjun á því að vinstri menn og femínistar meina ekkert með sífri sínu um að þeir vilji fleiri konur til áhrifa í stjórnmálum. Það sem þeir vilja í raun eru fleiri vinstri menn og femínista til valda. Jafnréttistalið er bara sölubrella.