Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýr iðnaðarráðherra segir skoðun sína á gjaldtöku og fjármögnun á ferðamannastöðum í viðtali við Viðskiptablaðið í gær.
Það er auðvitað augljóst að það verkefni blasir við og það verður að vinna það. Staðan kallar á uppbyggingu og einhvers konar aðgangsstýringu, það er alveg ljóst.
Ég er sjálf þeirrar skoðunar að ekki sé endilega betra að greiða uppbygginguna úr sameiginlegum sjóðum, svona heilt yfir, vegna mikilvægis aðgangsstýringarhlutans sem og ég held það geti verið erfitt og snúið að ætla að hafa eitt gjald sama hvert þú ferð.
Ráðherrann setur eðlilegan fyrirvara við það hvort þessi stefna verði ofan á en það gefur vissulega góð fyrirheit að hún hafi skilning á því að hver staður feti sína leið þessum efnum í stað þess að bíða pólitískrar úthlutunar á einhverjum allsherjarskatti á borð við komugjald.
Og eins og ráðherrann nefnir hefur gjaldtaka á hverjum stað þann kost að að menn geta betur dreift álagi með gjaldtökunni.