Þær eru misjafnar jólakveðjurnar eins og gengur. Í jólapistli sínum í Vísbendingu skrifar Benedikt Jóhannesson alþingismaður og formaður Viðreisnar.
Íslendingar taka allt það bjánalegasta eftir útlendingum, sérstaklega Ameríkönum.
Nú, nú, þetta er sami Benedikt og stofnaði sérstakan stjórnmálaflokk um það að Íslendingar taki allt eftir nokkrum skriffinnum í Brussel.
Þar áður hafði hann stofnað samtök um það að Íslendingar yrðu ábyrgðarmenn á Icesave-skuldum einkabanka í útlöndum, sem var hugmynd frá Bretum og Hollendingum með atbeina Evrópusambandsins. Mikill meirihluti Íslendinga hafnaði þessum hugmyndum tvívegis í þjóðaratkvæðagreiðslu.