Píratar gegn fyrstu kerfisbreytingunni

Fyrir alþingi liggur frumvarp um að binda enda á ríkisábyrgð á lífeyri starfsmanna ríkisins.

Ríkisábyrgð hefur það í för með sér að það er sama hve mjög ríkið greiðir inn í lífeyrissjóðina að það getur alltaf átt von á bakreikningi.

Það er ekki góður bragur á því að ríkissjóður og þar með skattgreiðendur hafi ekki glögga mynd af skuldbindingum sínum.

Með samþykkt frumvarpsins ætti sér því stað ákveðin kerfisbreyting um leið og gagnsæi í fjármálum ríkisins væri aukið. Líklega fyrsta kerfisbreyting nýs þings.

Og hvaða flokkur er helst á móti þessari kerfisbreytingu og á móti því að fjármál ríkisins séu gagnsæ og klár?

Það er auðvitað flokkur kerfisbreytinga og aukins gagnsæis. Það má auðvitað ekki „endurræsa“ lífeyriskerfi opinberra starfsmanna.