Markaðsleiðinn í sjávarútvegi

Stjórnmálaflokkur sem vill koma þjóðinni undir skrifræðið í Brussel þarf svo sannlega að þylja það í síbylju að hann sé „frjálslyndur“ vilji hann að menn haldi að svo sé.

Í gær var vikið að eina frumvarpinu sem Viðreisn sýndi fyrir kosningar en það snýst um að skylda fyrirtæki í tíma- og fjárfreka „jafnlaunavottun“ jafnvel þótt verulegur vafi leiki á um að nokkur kynbundinn launamunur sé til staðar í landinu. Svo heppilega vill til að samkvæmt frumvarpinu verður hlutafélag formanns Viðreisnar undanþegið þessum íþyngjandi kröfum. En formaður Viðreisnar hefur einnig verið stjórnarformaður almenningshlutafélagsins Nýherja í tuttugu ár. Er ekki búið að votta jafn laun þar rækilega? Það finnst ekkert um það í ársskýrslum félagsins. Ekki gera eins og ég geri heldur eins og ég segi.

En frjálslyndi Brusselflokkurinn með jafnlaunastaðlana er með fleira í pokahorninu. Þannig boðar hann svonefnda „markaðsleið“ í sjávarútvegi. Og hvernig er nú markaður Viðreisnar? Er eignarréttur virtur og geta viðskipti farið fram án afskipta ríkisins? Nja fyrsta skrefið í „markaðsleið“ Viðreisnar er að ríkið taki aflaheimildir af þeim sem hafa keypt þær fullu verði í góðri trú á frjálsum markaði undanfarinn aldarfjórðung. Að því búnu mun ríkið svo bjóða þær upp. Þetta nú „markaðsleið“ Viðreisnar. Þjóðnýting og ríkisuppboð.

Við hverju var svo sem að búast af flokki fullum af mönnum sem stofnuðu sérstök samtök um það mál að þjóðnýta skuldir banka.