Evrópusambandið er á sínum stað með allar sínar tilskipanir og reglur. Þar á meðal reglur um það hvaða reglur ríki þurfi að undirgangast sem vilja gerast aðilar. Þeir sem vilja þar inn vita því mjög vel að hverju þeir ganga þótt annað sé gefið í skyn í umræðunni hér á landi.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefur út sérstakt fræðslurit um þetta efni Understanding Enlargement – The European Union’s enlargement policy. Þar segir á bls. 9:
Accession negotiations concern the candidate’s ability to take on the obligations of membership. The term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for “that which has been agreed”) are not negotiable.
For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate’s implementation of the rules.
Not negotiable. Hundrað þúsund blaðsíður. Hundrað þúsund þéttritaðar síður af reglum sem ný aðildarríki þurfa að kyngja umyrðalaust. Um þær er ekki hægt að semja. Umsóknarríki þurfa aðeins að tilkynna um hvernig og hvenær allar reglurnar verði leiddar í landslög. Þetta er eru nú allar „aðildarviðræðurnar.“
Og svo er líka til sjónvarpsútgáfa af þessum leiðbeiningum fyrir þá sem gleymdu að lesa bæklinginn heima: