Um daginn var nöldrað yfir því hér að nokkrir íslenskir álitsgjafar hefðu oft frekar neikvæð viðhorf til samlanda sinna.
Jafnframt var það nefnt að þetta samfellda niðurrifstal væri ef til vill úr nokkrum takti við ástand mála á Íslandi, sérstaklega í samanburði við önnur lönd. Að minnsta kosti sýnir alls kyns alþjóðlegur samanburður að Ísland stendur framarlega á flestum sviðum lífsgæða sem menn hafa fyrir að skoða.
Nokkrir gerðu athugasemd við þessi skrif eins og gengur á Facebook. Meðal þeirra var hinn góðkunni leikstjóri og fyrrverandi þingmaður Samtaka um kvennalista Þórhildur Þórleifsdóttir.
Það sem hún sá áhugaverðast í þessu var að þeir sem voru á mynd sem fylgdi greininni voru allt… karlar.
Alla vega athygllisverð mynd – e.t.v. felumynd. Finnið konuna.
Það er vandlifað.
Líklega kemur Ísland ekki jafn vel og áður út úr næstu alþjóðlegu rannsókn á kynjajafnrétti, eftir að hallaði svo gróflega á konurnar.