ESB flokkarnir þrír með samtals 16% fylgi

Fylgi Viðreisnar er nú (6,7%) minna en í ágúst (8,8%) en Fréttablaðið telur það engu að síður vera að aukast.

Samfylking, Viðreisn og Björt framtíð eru með samtals 16% fylgi í könnun sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Þetta eru þeir þrír flokkar sem hafa það á stefnuskránni að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Hitt sem vekur sérstaka athygli er að könnunin, sem gerð var undanfarna daga skilar, Viðreisn 6,7% fylgi. Fjölmiðlar hafa einmitt flutt af því miklar fréttir síðustu daga að nokkrir þekktir einstaklingar hafi gengið til liðs við flokkinn. MMR mældi Viðreisn með 8,8% í könnun sem gerð var 22. til 29. ágúst, áður en frægir fóru á kreik.

En þótt fylgi Viðreisnar sé því frekar á niðurleið en hitt er þetta engu að síður forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins:

Viðreisn bætir við sig fylgi