Það er ekki bara verið að tala um að núverandi ríkisstjórn og lýðræðislega kjörið þing fari frá þótt heill þingvetur – og fjárlögin sem honum fylgja – sé eftir af fjögurra ára kjörtímabilinu sem stjórnarskráin mælir svo skýrt fyrir um.
Það er auðvitað líka verið að tala um að það komi nýr þingmeirihluti og ný ríkisstjórn í staðinn.
Og hvaða stjórn skyldi það nú vera?
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er hún hér um bil svona. Fyrsta ráðuneyti Birgittu Jónsdóttur, gjörið þið svo vel.
Fólkið sem var tvívegis flengt í þjóðaratkvæðagreiðslum um Icesave, sótti um ESB aðild og hækkaði alla skatta er að gera sig klárt í píratapartýið.
Steingrímur og Indriði eru að snúa aftur í fjármálaráðuneytið.