Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra kvartaði nýverið undan því að hafa þurft að standa í slagsmálum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins vegna tillagna hennar um aukin ríkisútgjöld.
Það hafa verið mikil átök. Stundum jafnvel slagsmál við samstarfsflokkinn um framlög inn í velferðarkerfið.
Ekki fallegt að heyra þetta. Voðalegt að ólíkir flokkar takist á um málin.
Það er þó einhvern veginn afskaplega erfitt að vorkenna Eygló eða finna til með henni yfir þessum „slagsmálum“ við sjálfstæðismennina.
Eitt af helstu verkum Eyglóar á alþingi var að leggja fram þingsályktunartillögu um að ákæra fjóra pólitíska andstæðinga. Einn þeirra var að lokum ákærður og haldin yfir honum pólitísk réttarhöld fyrir Landsdómi.
Vefþjóðviljinn 203. tbl. 20. árg.