Laugardagur 18. júní 2016

Vefþjóðviljinn 171. tbl. 20. árg.

„Nýsköpun“ er eitt af fínu orðunum sem eiga að fá menn til að kikkna í hnjáliðunum. Ekki síst stjórnmálamennina með úthlutarvald og ívilnanir.

Þess vegna eru sífellt á sveimi hugmyndir um að „nýsköpunarfyrirtæki“ eigi að njóta alls kyns fríðinda og vera undanþegin almennum reglum.

En hvað er „nýsköpun“ eiginlega? Er nýsköpun til að mynda eitthvað annað en sköpun? Ef marka má Mósebók lét Guð sér í upphafi nægja að „skapa“ himinn og Jörð.

Í Fréttablaðinu í vikunni sagði frá því að 90 ára gamalt fyrirtæki stundi nýsköpun og frumkvöðlastarf.

Þarf frekari vitna við?