Vefþjóðviljinn 162. tbl. 20. árg.
Undanfarin ár hafa íslensku raforkufyrirtækin selt evrópskum orkufyrirtækjum og viðskiptavinum þeirra vottorð um að raforka evrópsku fyrirtækjanna sé „endurnýjanleg“. Í staðinn frá íslensku raforkufyrirtækin óendurnýjanlega orkugjafa á boð við olíu, kol, gas og kjarnorku inn í sitt bókhald. Þetta geta flestir landsmenn séð einu sinni á ári á rafmagnsreikningum sínum. Ekki að ljóst hvers vegna Orkuveita Reykjavíkur (Orka náttúrunnar) sýnir þennan uppruna ekki á reikningum hvers mánaðar en líklegasta skýringin er: Við skömmumst okkar fyrir þetta.
Auðvitað er það fullkominn skrípaleikur að kolaver á meginlandi Evrópu geti þóst bjóða endurnýjanlega orku með því að kaupa aflátsbréf af Orkuveitu Reykjavíkur. Ef til vill væri hægt að réttlæta svona falsanir ef raforkukerfi Íslands væri tengt meginlandinu en svo er ekki enn.
Í nýjasta yfirliti Orkustofnunar um uppruna raforkunnar á Íslandi má sjá að heldur hefur dregið úr sölu þessara raflátsbréfa frá árinu 2014 þegar meirihluti raforkunnar á Íslandi var skráður með uppruna í kjarnorku eða jarðefnaeldsneyti.