Laugardagur 4. júní 2016

Vefþjóðviljinn 157. tbl. 20. árg.

Engu er líkara en að Samfylkingin hafi fengið tæknilega aðstoð frá hönnuðum stjórnlagaþingskosninganna til að gera fremur einfalda kosningu flókna.

Engu er líkara en að Samfylkingin hafi fengið tæknilega aðstoð frá hönnuðum stjórnlagaþingskosninganna til að gera fremur einfalda kosningu flókna.

Í fréttum hefur verið sagt frá því að Oddný G. Harðardóttir hafi fengið tæp 60% atkvæða í kjöri til formanns Samfylkingarinn en Magnús Orri Schram rúm 40%. Þetta hljómar auðvitað undarlega þegar tveir aðrir frambjóðendur voru einnig í kjöri, annar þeirra Helgi Hjörvar þingflokksformaður flokksins, en hefur ekki komið í veg fyrir að fréttamenn ríkisins kalli sigur Oddnýjar afgerandi.

Þegar betur er að gáð kemur í ljós að Samfylkingin hefur sett upp kosningakerfi sem leiðir ekki endilega besta kostinn til öndvegis heldur þann sem fæstum þykir sístur. Ekki þann sem heillar helst heldur þann sem fæstir hafa óþol gegn.

Þannig fékk Oddný alls ekki 60% atkvæða í fyrsta sætið heldur aðeins 42%. Og Helgi Hjörvar var ekki án atkvæða í fyrsta sætið heldur vildu 23% að hann yrði formaður.

Samfylking lét félagsmenn sína nefnilega einnig kjósa um hvaða frambjóðanda þeim þætti best að hafa í öðru, þriðja og fjórða sæti í kjörinu.

Á þessar talnarunur er svo beitt örlitlum reiknikúnstum til að fá endanleg úrslit.

Úrslitin eftir smá reiknikúnstir.

Úrslitin eftir smá reiknikúnstir.