Vefþjóðviljinn 131. tbl. 20. árg.
Tvennt má alveg nefna úr umræðunni um aflandsfélög:
„Nafn hans er í Panama-skjölunum.“ – Þannig hljómar ákæra, skyndiréttarhöld og sakfellingin nú um stundir.
„Gögnin láku frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca. Um er að ræða mesta gagnaleka sögunnar.“ – Er það já? Láku gögnin? Bara alveg sjálf? Var þeim bara ekki stolið þótt það hafi ekki verið gert með kúbeini?
Og þetta má alveg nefna án þess að með því sé verið að verja skattsvik, undanskot eigna eða það að fyrrverandi forsætisráðherra hafi haldið miklum sameiginlegum hagsmunum sínum með kröfuhöfum bankanna leyndum.