Vefþjóðviljinn 114. tbl. 20. árg.
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur sendi Vefþjóðviljanum örlitla athugasemd vegna skrifa á miðvikudag þar sem lagt var út af frétt Ríkisútvarpsins sem leitað hafði til Guðna eftir fróðleik um forsetakosningar á fyrri tíð.
Þarna er greinilega á ferð innsláttarvilla hjá RÚV. Þetta hefðu sanngjarnir menn séð og ekki gert veður út af. Setningin „Hann var hins vegar sjálfkjörinn“ ætti að hjálpa þar til. Hér er greinilega verið að vísa til endurkjörs SB 1945 og 1949.
Áhugamenn um forsetakjörið 1944 geta einmitt leitað í bók Guðna um Gunnar Thoroddsen eftir upplýsingum um hver kaus hvern þar sem það var neglt niður í fyrsta sinn.