Vefþjóðviljinn 26. tbl. 20. árg.
Nú er rætt um að leggja af mjólkurkvótann. En margir bændur hafa steypt sér í skuldir með því að kaupa slíkan „rétt“ til að mjólka ofan í Íslendinga og mjólka þá um leið um 6.700 milljónir í gegnum ríkisspenann.
Hver Íslendingur greiðir bændum þannig um 20 þúsund krónur á ári fyrir að mjólka þ.e.a.s. fyrir utan það sem þeir greiða í kjörbúðinni fyrir mjólkurvörurnar. Fjögurra manna fjölskylda greiðir 80 þúsund krónur á ári í skatta vegna mjólkurframleiðslu.
En það er ekki séríslenskt fyrirbæri að menn steypi sér í skuldir við að kaupa aðgang að neytendum í gegnum sérleyfi ríkisins.
Í myndbandinu hér að ofan segir frá leyfum til leigubílaaksturs í New York borg. Þau voru farin að seljast á fáránlegar fjárhæðir þegar Uber kom til sögunnar.