Þriðjudagur 5. janúar 2015

Vefþjóðviljinn 5. tbl. 20. árg.

Ríkissjónvarpið hóf í gærkvöldi sýningar á framhaldsþættinum Deutschland ´83. Þar er sögð saga úr sundruðu Þýskalandi í byrjun níunda áratugar síðustu aldar. Horfa má á þáttinn hér.

Þótt skammt sé um liðið er engu að síður heil kynslóð vaxin úr grasi sem kynntist ekki Kalda stríðinu og varð ekki vitni að þeim hugmyndafræðilegu átökum sem fram fóru fyrir aðeins rúmum aldarfjórðungi.

Ef marka má fyrsta þáttinn sem sýndur var í gær eru þar margar skírskotanir í grundvöll átakanna.

Þátturinn hefst raunar á skrifstofu austur-þýsku leyniþjónustunnar Stasi í Bonn í vesturhlutanum þar sem „sendifulltrúi“ hlýðir á Ronald Reagan forseta Bandaríkjanna flytja ræðu sína um veldi hins illa þar sem hann vitnar meðal annars í C.S. Lewis. Einstæður texti og flutningur.