Fimmtudagur 17. desember 2015

Vefþjóðviljinn 351. tbl. 19. árg.

Stéttarfélögin skipta sér af ótrúlegustu hlutum í lífi fólks.
Stéttarfélögin skipta sér af ótrúlegustu hlutum í lífi fólks.

Margir fá svonefndan „jólabónus“ eða „desemberuppbót“ í launaumslagið í desember. Um hann hafa „aðilar vinnumarkaðarins“ samið fyrir marga launamenn.

En auðvitað er þessi „bónus“ eða „uppbót“ bara eins og hver önnur laun. Hann er bara greiddur í lok árs því „aðilar vinnumarkaðarins“ vita auðvitað best hvenær fólk vill fá borgað.

Í raun ætti að koma fram „jólafrádráttur“ á launaseðlum hina ellefu mánuði ársins sem væri 1/11 af „desemberuppbót“ í hverjum mánuði. Sem skýring mætti fylgja: SA-mamma og ASÍ-pabbi hafa ákveðið að best sé að geyma peninginn fyrir þig þangað til í desember.