Vefþjóðviljinn 215. tbl. 19. árg.
Það kemur oft fyrir að heyra má á fólki að það hefur, jafnvel öll sín fullorðinsár, ráðstafað atkvæði sínu eftir einhverri fyrirframgefinni hugmynd um það hverjir beri hagsmuni þess mest fyrir brjósti og muni reynast þeim best. Þessi fyrirframgefna hugmynd er hins vegar merkilega sjaldan borin saman við dóm reynslunnar.
Sumir eru til dæmis sannfærðir um að efnalítið fólk og þeir sem af einhverjum ástæðum standa höllum fæti ættu að kjósa „til vinstri“. Þó er það þannig að öflugt atvinnulíf, sem ekki er þrúgað af óþörfum reglum embættismanna og skattlagt úr hófi, er öllum stéttum nauðsynlegt og ekki síst þeim sem tæpt standa.
Auðmaðurinn þolir alveg aukið atvinnuleysi í landinu. Hann þolir alveg samdrátt í hagkerfinu. Honum leiðist samdrátturinn, hann tapar kannski einhverju á honum líka, en í stórum dráttum hefur hann það áfram mjög gott. Það er sá efnalitli, sá sem ekki má missa vaktirnar, sá sem treystir á að fá bónus í desember, sem lendir í raunverulegum vandræðum þegar atvinnulífið hikstar undan skattahörkunni.
Þegar fjármagnstekjuskattur er hækkaður þá lækkar hagnaður efnamannsins af bankainnstæðunum eitthvað. En það ræður engum úrslitum. En fjármagnstekjuskatturinn leggst einnig á húsaleigutekjur og þá hækkar leigan sem láglaunamaðurinn þarf að borga fyrir litlu íbúðina sína. Þegar lögð eru há gjöld á nýjar bifreiðar hækkar drossía efnamannsins auðvitað mikið. En hann, eða fyrirtækið hans, kaupa hana samt. En láglaunamaðurinn verður að láta sér nægja minni, eldri og síður öruggan bíl.
Einn þeirra sem kosið hafa annað en ætlast var til af honum er bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas. Ófáir hafa útskýrt fyrir honum hvað honum sé fyrir bestu. Í ævisögu sinni, My grandfathers son, segir hann hins vegar:
In the fall of 1980 I changed my voter registration from Missouri to Maryland – and registered as a Republican. I had decided to vote for Ronald Reagan. It was a giant step for a black man, but I believed it to be a logical one. I saw no good coming from an everlarger government that meddled, with incompetence if not mendacity, in the live of its citizens, and I was particulary distressed by the Democratic Party‘s ceaseless promises to legislate the problems of blacks out of existence. Their misguided efforts had already done great harm to my people, and I felt sure that anything else they did would compound the damage. Reagan, by contrast, was promising to get government off our backs and out of our lives, putting an end to the indiscriminate social engineering of the sixties and seventies. I thought that blacks would be better off if they were left alone instead of being used as guinea pigs for the foolish schemes of dreamkilling politicians and their ideological acolytes. How could I not vote for a man who felt the same way.
Já hverjir eru það sem hafa raunverulegan vilja til að „get government off our backs“, eins og Thomas orðar það?