Vefþjóðviljinn 83. tbl. 19. árg.
Vinstri vefsíðurnar lepja nú hver upp eftir annarri að svonefnd þingveisla hafi verið endurvakin í tíð núverandi ríkisstjórnar.
Þannig segir vinstri slagsíðan Kjarninn.is svo frá 17. mars síðastliðinn:
Sitjandi ríkisstjórn ákvað að endurvekja þingveisluna, nokkurs konar árshátíð þingsins, eftir að hún tók við stjórnartaumunum, en það er forseti Alþingis sem býður til veislunnar. Síðasta ríkisstjórn hafði ákveðið að sleppa viðburðinum, sem þykir frekar formlegur og yfirstéttarlegur, þar sem henni þótti hann ekki viðeigandi í eftir-hruns-ástandinu.
Hver boðaði þá til hinnar yfirstéttarlegu og óviðeigandi þingveislu sem fram fór á Súlnasal Hótels Sögu 2. mars 2013, rúmum mánuði fyrir síðustu þingkosningar?