Vefþjóðviljinn 41. tbl. 19. árg.
Á sunnudaginn rifjaði Vefþjóðviljinn upp afstöðu stjórnmálaflokkanna til þess að leyfa öðrum en ríkinu að reka útvarpsstöð og þeirrar spurningar hvort óhætt væri að leyfa Íslendingum að drekka bjór.
Kannski hlægilegar spurningar í dag. En vinstri flokkunum var ekki hlátur í hug þegar þessi hræðilegu hlutir voru leyfðir.
Og nú á að leyfa sölu á rauðvínsflösku í öðrum verslunum en þær sem ríkið rekur. Það fer hrollur um vinstri flokkana þvera og endilanga.
Á nýjum vef er því haldið til haga hvernig þingmenn haga sér í þessu máli.
Það er sjón að sjá.