Miðvikudagur 10. desember 2014

Vefþjóðviljinn 344. tbl. 18. árg.

Orkustofnun styður að keypt sé lífeldsneyti til landsins sem kostar mörg hundruð milljónum meira en hefðbundið eldsneyti.
Orkustofnun styður að keypt sé lífeldsneyti til landsins sem kostar mörg hundruð milljónum meira en hefðbundið eldsneyti.

Orkustofnun birti í fyrradag á vef sínum nokkuð afgerandi andmæli við þeim áhyggjum sem menn hafa lýst að undanförnu yfir ofboðslegum kostnaði við innflutning á endurnýjanlegu eldsneyti.

Þeir sem muna eftir Icesave málinu muna kannski að Íslendingar áttu að undirgangast ánauðina af því að: a) ESB sagði það. b) Við gætum ekki skorast undan alþjóðlegum skuldbindingum. c) Við ættum að vera eins og allir hinir. d) Ísland yrði annars fyrir álitshnekki á alþjóðavettvangi. e) Við gætum alveg borgað þótt það væri kannski dýrt.

Orkustofnun vill halda í lögin um endurnýjanlega eldsneytið af því að: a) „Við undirritun samningsins um Evrópska efnahagssvæðið gengumst við undir ákveðnar skyldur.“ b) „Það er ekki hægt að sniðganga alþjóðasamþykktir að geðþótta.“ c) „Er það orðið venjan í öllum okkar nágrannalöndum.“ d) Til að koma í veg fyrir „álitshnekki sem við munum hljóta á alþjóðavettvangi.“ e) Aflétting skyldunnar mun bara „hugsanlega spara einhverjar krónur.“

Þessar „einhverju krónur“ eru reyndar um 700 milljónir talsins á árinu 2014. Það er bara beini kostnaðurinn við hærra innkaupsverð á lífeldsneyti. Þar við bætast auknir og óhagkvæmari flutningar til landsins, og flóknara birgðahald og dreifing.

Að ógleymdum milljóna kostnaði íslenska skattgreiðenda við stöðugildi vegna eftirlits Orkustofnunar með því að menn séu örugglega að henda „einhverjum“ 700 milljónum króna út um gluggann.