Mánudagur 17. nóvember 2014

Vefþjóðviljinn 321. tbl. 18. árg.

Miðað við breytingu á fygli stjórnarflokkanna í könnun Fréttablaðsins fyrir og eftir hina svokölluðu leiðréttingu kostaði hvert viðbótaratkvæði 5,2 milljónir króna.
Miðað við breytingu á fygli stjórnarflokkanna í könnun Fréttablaðsins fyrir og eftir hina svokölluðu leiðréttingu kostaði hvert viðbótaratkvæði 5,2 milljónir króna.

Fréttablaðið birti í morgun könnun á fylgi flokkanna sem gerð var dagana eftir að 80 þúsund milljónum var dreift til 56 þúsund heimila í landinu.

Vafalaust hafa ýmsir átt von á að nú þegar kjósendur hafa sjálfa „leiðréttingu forsendubrestsins“ og hið mikla „réttlætismál“ á skjánum fyrir framan sig í krónum og aurum myndi fylgi stjórnarflokkanna aukast mjög.

Frá síðustu könnun Fréttablaðsins eykst fylgi Sjálfstæðisflokksins úr 30,3 í 32,9% og fylgi Framsóknarflokksins úr 8,7 í 12,8%. Samtals auka stjórnarflokkarnir því fylgi sitt úr 39,0 í 45,7% eða um 6,7% sem er líklega markverð aukning en kannski ekki þau straumhvörf sem einhverjir hafa átt von á.

Kjósendur í landinu eru um 230 þúsund. Það má því segja að 15.400 kjósendur hafi bæst við fylgi stjórnarflokkanna milli þessara kannana sem voru gerðar fyrir og eftir „leiðréttinguna“.

Hvert atkvæði sem bættist við fylgi stjórnarflokkanna við „leiðréttinguna“ kostaði því ríkissjóð og skattgreiðendur framtíðar um 5,2 milljónir króna.