Fimmtudagur 13. nóvember 2014

Vefþjóðviljinn 317. tbl. 18. árg.

Ætli verði litið mjög upp til þeirra manna í framtíðinni sem þjóðnýttu skuldir efnafólks árið 2014? Munu komandi kynslóðir þakka fyrir að fá að greiða þessar skuldir með sköttunum sínum?
Ætli verði litið mjög upp til þeirra manna í framtíðinni sem þjóðnýttu skuldir efnafólks árið 2014? Munu komandi kynslóðir þakka fyrir að fá að greiða þessar skuldir með sköttunum sínum?

Sómahjónin á myndinni hér að ofan hafa áður kynnt heimilisbókhald sitt á þessum vettvangi. Þau hafa hagnast vel á fasteignakaupum í gegnum tíðina, eignast tugi milljóna króna með því einu að kaupa sér þak yfir höfuðið með verðtryggðum lánum.

Frá falli bankanna hefur hins vegar verið rætt án afláts um nauðsyn þess að þjóðnýta hluta skulda þeirra. Vinstri stjórnin sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom til valda í janúar 2009 lagði þó ekki í slíkan allsherjarsósíalisma þótt hún væri eggjuð mjög til þess af alls kyns lukkuriddurum.

En nú hefur Sigmundur fengið liðsinni Sjálfstæðisflokksins til þess arna.

Hjónin hafa fengið tilkynningu frá ríkisskattstjóra um að 2 milljónum króna af skuldum þeirra verði velt yfir á framtíðina með milligöngu ríkissjóðs.