Fimmtudagur 6. nóvember 2014

Vefþjóðviljinn 310. tbl. 18. árg.

Þá er fólkið sem krefst fagmennsku og vandaðrar umræðu aftur mætt á Austurvöll. Og farið að lemja í girðingar lögreglunnar, lýsa afstöðu sinni með nokkrum orðum á mótmælaskilti og hrópa ókvæðisorð.

Og hvers vegna ætti það ekki að mæta? Síðast þegar verulegur hamagangur fór fram á Austurvelli, í janúar 2009, kom á vettvang Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins, og lét óskir þess rætast.

Hann losaði mótmælendur við Sjálfstæðisflokkinn og færði þeim draumastjórnina undir forystu Jóhönnu og Steingríms.

Byltingarmenn sem kenndu sig við búsáhöld máttu vera ánægðir með Framsóknarflokkinn í janúar 2009.
Byltingarmenn sem kenndu sig við búsáhöld máttu vera ánægðir með Framsóknarflokkinn í janúar 2009.

Mótmælendur kröfðust líka kosninga og Sigmundur Davíð hlustaði og gerði þá kröfu að kosningar færu fram hið fyrsta, sem gæfi jafnframt færi á að leysa það leiðinda vandamál að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var utan þings.

Hann hét mótmælendum aðildarviðræðum við ESB sem margir þeirra voru ánægðir með.

image
image

Og lofaði því að stjórnarskrá lýðveldisins færi í ruslakörfuna og að stjórnlagaþing setti saman nýja stjórnarskrá.

image
image

Þegar Sigmundur Davíð hafði komið vinstri stjórninni til valda og nestað hana upp með helstu hugmyndum mótmælenda héldu mótmælendur loks sælir heim af Austurvelli.

Hví skyldu mótmælendur nú því ekki binda vonir við að Sigmundur Davíð hlusti eftir kröfum af Austurvelli?

Varla halda þeir að hann hafi bara séð búsáhaldabyltinguna sem tækifæri fyrir sig?