Laugardagur 6. september 2014

Vefþjóðviljinn 249. tbl. 18. árg.

Í grein í Morgunblaðinu segir forsætisráðherra að skattar hækki um 92 milljarða, til að fjármagna þjóðnýtingu einkaskulda, sem stangast á við fullyrðingar fjármálaráðherra um að skattar séu að lækka.
Í grein í Morgunblaðinu segir forsætisráðherra að skattar hækki um 92 milljarða, til að fjármagna þjóðnýtingu einkaskulda, sem stangast á við fullyrðingar fjármálaráðherra um að skattar séu að lækka.

Síða 29 í Morgunblaðinu í dag er helguð ísbaði í máli og myndum.

Myndin skýrir sig sjálf þótt það sem hún sýnir sé nær óskiljanlegt, menn að því er virðist sjálfviljuga í ísbaði við Grænland.

Í grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra fá skattgreiðendur svo ísbað en þar kemur fram að skattar verði hækkaðir um 92 milljarða króna á þessu og næstu þremur árum til að standa undir kostnaði við „Leiðréttinguna“ sem ráðherrann skrifar bæði með greini og stórum staf til aðgreiningar frá þeim almenna skilningi sem hingað til hefur verið lagður í orðið leiðrétting.

Fjármálaráðherra hefur hins vegar gefið það í skyn að undanförnu að skattar séu að lækka sem kemur ekki alveg heim og saman við þá fullyrðingu forsætisráðherrans að skattar séu að hækka um 92 milljarða.