Fimmtudagur 3. júlí 2014

Vefþjóðviljinn 184. tbl. 18. árg.

Rætt var við Salmann Tamini hjá félagi múslíma í DV 30. júní síðastliðinn um upphlaupið sem varð vegna yfirlýsinga frambjóðenda Framsóknarflokksins í Reykjavík í vor.

Salmann segir þar:

Þetta fylgi þeirra byggðist á hatri. Þetta er gamaldags hugmyndafræði sem byggist á að æsa fólk og etja því saman til að ná völdum.

DV vitnaði einnig í viðtal við Salmann í Íslandi í dag á Stöð 2 hinn 19. júní:

Inntur eftir því hvort hann myndi framkvæma athöfn fyrir samkynheigt par í bænahúsinu sagði hann: „Það getum við ekki gert. Þetta er synd. Ef það kemur einhver og segir: „Ég ætla að vera múslimi en ég ætla að vera samkynhneigður.“ Það má ekki. Það má ekki.“

Ennfremur sagði Salmann að því er segir í DV:

Salmann var spurður um það hvort honum þætti eðlilegt að Alþingi myndi innleiða löggjöf þess efnis að þjófar ættu að missa höndina sagði Salmann: „Ef öll skilyrði eru sett eins og Kóraninn segir, þá er þetta náttúrulega mín trú. Alveg eins og fyrir morð. Ef þú myrðir einhvern mann viljandi, og fjölskyldan hans fyrirgefur þér ekki, þá áttu að missa lífið líka. Alveg eins í Biblíunni, þar sem stendur: Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn,“ sagði Salmann.

Hér er sko engin gamaldags hugmyndafræði á ferð.