Vefþjóðviljinn 313. tbl. 17. árg.
Árið 1958 birtist lítil saga, I, Pencil, eftir Leonard Reed í tímaritinu Freeman. Sagan segir frá því hvernig blýantur verður til, áum og öðrum aðstandendum hans.
Sagan dregur fram hin ótrúlegu afrek sem daglega eru unnin án þess að um það komi boð að ofan. Þúsundir manna leggja sitt af mörkum til að gera framleiðslu á gömlum og nýjum vörum mögulega.
Nú hefur verið gert lítið myndband sem byggir á sögunni.