Vefþjóðviljinn 248. tbl. 17. árg.
Enn er rætt um „leiðréttingu“ á „stökkbreyttum“ húsnæðislánum fólks. Jafnvel er rætt um að „leiðrétta“ slík lán allt aftur til ársbyrjunar 2007.
Maður nokkur keypti íbúð fyrir 6 milljónir króna árið 1997 og tók allt kaupverðið að láni. Síðla árs 2007 stóðu lánin í 10 milljónum en íbúðina seldi hann fyrir 30 milljónir króna. Er ástæða til að skattgreiðendur „leiðrétti“ þetta dæmi? Hvernig „leiðrétta“ menn hagnað upp á 20 milljónir króna?
Maðurinn hélt svo af landi brott með söluhagnaðinn í árslok 2007. Þegar hann snéri aftur árið 2010 voru krónurnar tvöfalt fleiri en áður vegna gengisfalls hennar. Seðlabankinn „leiðrétti“ einnig fjölda krónanna um 20% með „fjárfestingarleiðinni“. Maðurinn fór því af landi með 20 milljónir og kom aftur með 50 milljónir. Íbúðaverð hafði einnig lækkað svo hann gat keypt gömlu íbúðina aftur fyrir helminginn af krónunum. Já og aðra eins fyrir afganginn.
Hljóta ekki allir að sjá að skattgreiðendur verða að bæta manninum þennan „forsendubrest“?