Vefþjóðviljinn 225. tbl. 17. árg.
Það er hagsmunamál íbúðarkaupenda að vaxtabætur lækki.
Já það væri gott fyrir íbúðarkaupendur er vaxtabætur væru afnumdar.
Vaxtabæturnar þrýsta vöxtum upp á við. Bankar og aðrir lánveitendur þurfa ekki að bjóða jafn lága vexti og ella þegar þeir vita að vaxtakostnaður húsnæðiskaupenda er niðurgreiddur af ríkinu. Hve mikið vextirnir hækka vega vaxtabótanna er auðvitað engin leið að fullyrða um. Hins vegar er það svo að margir njóta vaxtabóta aðeins á fyrstu árum eftir íbúðarkaup. Svo hækka tekjur manna og eignastaða batnar og þá falla vaxtabæturnar niður.
Og fyrst hér að verið að skrifa um hvernig ríkið skaðar íbúðarkaupendur með afskiptum sínum er ekki úr vegi að spyrja hvort ekki séu enn margir með húsnæðislán frá Íbúðalánasjóði sem bera vel yfir 5% vexti. Ansi mega þeir vera að fá fínar vaxtabætur til að vega upp að borga nær 2% hærri vexti bjóðast á almennum markaði.