Vefþjóðviljinn 97. tbl. 17. árg.
Í janúar 2009 taldi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins það farsælt fyrir íslenska þjóð að VG tæki sæti Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn með Samfylkingunni.
Hann lét víkja helstu ábyrgðarmönnum neyðarlaganna til hliðar úr embætti forsætis- og fjármálaráðherra landsins og fela Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni þau mikilvægu störf.
Tveimur mánuðum síðar, í mars 2009, segir Sigmundur Davíð í Silfri Egils að þessi ríkistjórn sem hann skapaði hafi „ekki framkvæmt neitt af því sem lagt var upp með“ en hann ætli samt að halda áfram að styðja hana!
Og hann vilji helst fara í ríkisstjórn með Steingrími og Jóhönnu eftir kosningar.