Vefþjóðviljinn 71. tbl. 17. árg.
Einhvers staðar var skrifað á dögunum að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson væri guðfaðir ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms. Þar var vísað til þess að Framsóknarflokkurinn veitti minnihlutastjórn VG og Samfylkingar stuðning sinn í lok janúar 2009.
En þetta er ekki alveg nákvæmt.
Eins og sjá má á neðangreindri frétt frá 21. janúar 2009 var Sigmundur Davíð í talsvert stærra hlutverki en guðfaðir er yfirleitt.
Það var Sigmundur sem bauð VG og Samfylkingu að mynda ríkisstjórn undir verndarvæng Framsóknarflokksins, með því skilyrði að efnt yrði til kosninga hið snarasta. Sigmundur var þá sjálfur utan þings og þingkosningar því eðlilega helsta krafa Sigmundar.
Sigmundur Davíð er því ekki guðfaðir norrænu velferðarstjórnarinnar heldur faðir hennar.