Vefþjóðviljinn 61. tbl. 17. árg.
Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á því að hleypa Jóhönnu og Steingrími að stjórn landsins. Flokkurinn veitti ríkisstjórn Samfylkingar og VG hlutleysi sitt í febrúar 2009.
En hvað fékk Framsóknarflokkurinn að launum fyrir stuðninginn við norrænu velferðarstjórnina? Jú hann fékk því framgengt að á annað þúsund milljónir króna hafa farið í vaskinn við kosningu til stjórnlagaþings og annað brölt við að eyðileggja stjórnarskrá lýðveldisins.