Vefþjóðviljinn 334. tbl. 16. árg.
Ef til vill endar með því að Íbúðalánasjóður ríkisins þurfi allt að 200 milljarða króna aðstoð frá skattgreiðendum til að standa við skuldbindingar sínar. Það jafngildir öllum tekjuskatti einstaklinga í tvö ár!
Á vef Sigríðar Á. Andersen mátti nýlega sjá lista yfir þá sem haldið hafa um stjórnartaumana í félagsmálaráðuneytinu undanfarna áratugi og haft mest um málefni Íbúðalánasjóðs að segja.
Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingu 2007 – 2009
Magnús Stefánsson Framsóknarflokki 2006 – 2007
Jón Kristjánsson Framsóknarflokki 2006
Árni Magnússon Framsóknarflokki 2003 – 2006
Páll Pétursson Framsóknarflokki 1995 – 2003
Rannveig Guðmundsdóttir Alþýðuflokki 1994 – 1995
Guðmundur Árni Stefánsson Alþýðuflokki 1994
Jóhanna Sigurðardóttir Alþýðuflokki 1987 – 1994
Eins og Sigríður bendir á er þetta tímabil fallega rammað inn af Jóhönnu Sigurðardóttur sem barðist ætíð gegn öllum hugmyndum um að ríkið hætti rekstri Íbúðalánasjóðs. Nú er kostnaðurinn við ríkisreksturinn að koma í ljós.