Vefþjóðviljinn 327. tbl. 16. árg.
Skömmu eftir bankahrunið var lögum breytt á þann veg að eigendur séreignarlífeyrissparnaðar gátu tekið hann út upp að vissu marki þótt þeir hefðu ekki náð 60 ára aldri eins miðað hafði verið við frá því sparnaður af þessu tagi hófst árið 1998.
Um 80 milljarðar króna hafa verið teknir með þessum hætti út úr séreignarsjóðunum á undanförnum árum en um 300 milljarðar voru í sjóðunum skömmu eftir hrunið. Af þessum útgreiðslum er greiddur tekjuskattur á bilinu 37 til 46% og því hefur þetta ekki síður verið búbót fyrir hið opinbera en viðkomandi einstaklingana.
Vefþjóðviljinn veltir því fyrir sér hvort dæmi séu um að menn hafi tæmt séreignarsjóði sína í viðleitni við að bjarga fjármálum sínum fyrir horn en það ekki dugað til og þeir misst allt sitt.
Það væri sérlega nöturlegt því inneignir í lífeyrissjóðum er ekki aðfararhæfar.