Fimmtudagur 7. júní 2012

Vefþjóðviljinn 159. tbl. 16. árg.

Á fréttastofu RÚV ráðast beinar útsendingar frá Austurvelli af því hver mótmælir.
Á fréttastofu RÚV ráðast beinar útsendingar frá Austurvelli af því hver mótmælir.

Ríkisútvarpið, síðar nefnt ríkisstjórnarútvarpið, hvatti mjög til mótmæla á Austurvelli frá hausti 2008 til 1. febrúar 2009. Voru fréttatímar óspart nýttir til að minna menn á „mótmælin“ á Austurvelli. Hefðbundin dagskrá var ítrekað rofin til að sýna beint frá hinum mikilvægu mótmælum þar sem lögregla var grýtt og barin og skemmdarverk unnin á þinghúsinu og fleiri byggingum og munum í miðbænum.

Í dag hefur verið boðað til samstöðufundar sjávarútvegsins gegn skattheimtu- og þjóðnýtingarfrumvörpum ríkisstjórnarinnar. Reykjavíkurhöfn er að fyllast af skipum og bátum og áhafnir á leið á fundinn kl. 16.

En hvar eru hvatningarfréttir ríkisstjórnarútvarpsins um fundinn? Hvar er tilkynningin um beina útsendingu frá fundinum?