Vefþjóðviljinn 20. tbl. 16. árg.
Fylgismenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu hafa lengi talið upptöku evrunnar einn helsta kostinn við aðild að sambandinu.
Andríki þótti því áhugavert að láta kanna hug landsmanna til upptöku evrunnar sem gjaldmiðils Íslands.
MMR gerði slíka viðhorfskönnun fyrir Andríki dagana 12. til 17. janúar sl.
Spurt var: Hversu fylgjandi eða andvígur ert þú því að Ísland taki upp evru sem gjaldmiðil landsins?
Niðurstöðurnar eru afgerandi. Aðeins 28% landsmanna eru frekar eða mjög fylgjandi því að taka upp evru. Tæp 52% eru því frekar eða mjög andvíg. Fimmtungur segist hvorki fylgjandi né andvígur.
Jafnvel það sem fylgismenn ESB hér á landi hafa talið sambandinu helst til tekna telst ekki kostur meðal mikils meirihluta aðspurðra.
Könnunina í heild má finna hér.