Þriðjudagur 20. desember 2011

Vefþjóðviljinn 354. tbl. 15. árg.

Jólasveinar koma mörgu góðu áleiðis. Nýlega hófu þeir árvissa yfirreið sína með góðgæti í skó barna. Sá fyrsti var vart kominn til byggða er fréttir bárust af kvörtunum um að þeir ýttu undir misskiptinguna í samfélaginu með því að gefa börnum misjafnt í skóinn. Mun hafa verið þingað um þetta vandamál á einhverjum kennarastofum eftir að metingur hófst milli barna í bekk. Áfallastreituröskunarteymi beið vafalaust einhvers staðar eftir því að koma börnum og foreldrum í faglegt ferli. 

En ef til vill getur þetta vandamál orðið til þess að einhverjir skilja loks að það getur verið gagn að því að allir bæti hag sinn þótt mismikið sé. 

Væri betra að ekkert barn fengi í skóinn en að þau fái misjafnt? Sjá menn ekki hve fráleitt það væri?

Þetta hefur þó verið úrskýrt á mjög einfaldan hátt fyrr. Það gerði Margrét Thatcher til að mynda í síðustu skoðanaskiptum sínum við stjórnarandstöðuna í breska þinginu 22. nóvember 1990.

Þess má svo geta að von er á kvikmyndinni The Iron Lady um Thatcher eftir áramót.