Fimmtudagur 21. júlí 2011

202. tbl. 15. árg.

E ftir þrot íslensku bankanna var því haldið að fólki að engar reglur hefðu gilt um fjármálastarfsemi hér á landi. Eftir það var bent að hér hefði verið sami reglugerðafrumskógurinn um fjármálastarfsemi og annars staðar á Vesturlöndum hafa menn reynt að hengja sig í að eftirlit hafi verið lítið.

Þó var eftirlitið aukið mjög á árunum fyrir hrunið. Tíu árum áður hafði sérstakt fjármálaeftirlit verið stofnað. Áratugina fyrir hrunið heyrði þetta eftirlit undir viðskiptaráðherra Framsóknarflokks og Samfylkingar, sem hafa getið sér orð fyrir ýmislegt annað en afskiptaleysi.

Þeir sem telja að bankar megi ekki leggja upp laupana hafa svo að lokum bent á að betra hefði verið að hafa seðlabanka og fjármálaeftirlit í einni stofnun. Væntanlega telja menn þá að slík stofnun hefði komið í veg fyrir fall bankanna. En er það hlutverk hins opinbera að koma í veg fyrir að lánastofnanir fari sér að voða?

Þessa kenningu hafa þeir sem sigldu Útvegsbankanum, Byggðastofnun og Landsbankanum í strand í kringum 1990 – á meðan seðlabanki og bankaeftirlit var í einu lagi – ekki kynnt sér nægilega á sínum tíma.