H vað ætli skattahækkanir og aðrar atvinnufjandsamlegar aðgerðir norrænu velferðarstjórnarinnar hafi hrakið margt fólk frá landinu? Fréttir undanfarið af læknum sem hverfa til annarra landa í leit að betri kjörum eiga sjálfsagt einnig við um ýmsa aðra sem búa að menntun eða reynslu sem nýtist auðveldlega víðar en hér á landi.
Skattahækkanir velferðarstjórnarinnar áttu að skila meiri tekjum í ríkissjóð og ekki síður jafna um menn. Hvað þurfa margir að flýja land undan þessum hækkunum til að stjórnin átti sig á því að þær jafngilda því að éta beituna í stað þess að setja hana á öngulinn?
Alls kyns skattahækkanir á atvinnulífið, hærra tryggingargjald, tekjuskattur, fjármagnstekjuskattur og virðisaukaskattur, tryggja svo að menn með hugmyndaflug í nýjan atvinnurekstur leita með hugmyndir sínar til annarra landa.