Miðvikudagur 12. janúar 2011

12. tbl. 15. árg.

F

Magnús Orri Schram.

rá því var greint í vikunni að Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, hefði ekki farið að reglum Alþingis um svonefnda hagsmunaskráningu þingmanna. Magnús Orri hefði skráð að hann gegndi engum trúnaðarstörfum utan þings en komið hefði í ljós að hann væri formaður Samtaka um heilsuferðaþjónustu. Spurður um þetta gaf hann þá skýringu að það hefði farist fyrir hjá sér að skrá þetta.

Vefþjóðviljanum er alveg sama hvort Magnús Orri Schram skráir trúnaðarstörf sín fyrir Samtök um heilsuferðaþjónustu. Reglur um hagsmunaskráningu þingmanna eru lítils virði sýndarmennska. Ef þingmenn vildu á annað borð skrá eitthvað sem skiptir máli, þá myndu þeir birta raunverulegar upplýsingar um fjárhagsstöðu sína. Hvað skulda þeir, og hverjum? Sá sem fær hálfa milljón í styrk frá einstaklingi eða félagasamtökum, hann er ekki fangi gefandans. Sá sem skuldar tugi eða hundruð milljóna króna, og getur ekki borgað, hann er í vandræðum.

En hagsmunaskráning þingmanna snýst um aukaatriði. Eygló Harðardóttir fór á ráðstefnuna Women, peace and security í boði NATO. Árni Þór Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarmaður SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans, skráir hátíðlega að hann sitji í hundrað ára afmælisnefnd Höfða.

Magnús Orri Schram sem braut reglur þingsins um hagsmunaskráningu, var hann ekki einn ákafasti nefndarmaður Atla Gíslasonar sem vildi draga ráðherra fyrir landsdóm?