Föstudagur 3. september 2010

246. tbl. 14. árg.

F jölmiðlar og aðrir tóku í dag umhugsunarlítið við tilkynningu frá Þjóðskrá um hve margir hefðu skráð sig í og úr trúfélögum landsins. Engum virðist þykja það undarlegt að ríkisstofnun haldi skrár um það á hvað menn trúa og hvar þeir iðka þá trú sína. Ef einhver hefur áhuga á slíkum upplýsingum um persónulega hagi manna ætti hann að geta fengið Gallup til kanna málið fyrir sig.

En það sem komið hefur þessari söfnun ríkisins á upplýsingum um trú manna af stað er auðvitað innheimta ríkisins á félagsgjöldum fyrir trúfélög landsins. Ríkið innheimtir árlega yfir 2.000 milljónir króna af landsmönnum og sendir trúfélögum. Menn þekkja það sjálfsagt almennt ekki hve mikið þeir greiða sókninni sinni.

Trúarstarf stendur víða um lönd með miklum blóma án þess að ríkisvaldið skipti sér af því með þessum hætti.

En það er auðvitað ekki til umræðu að íslenska ríkið láti af þeim. Enda er bara 150 þúsund milljóna króna halli á ríkissjóði.