237. tbl. 14. árg.
S á óvenjulegi atburður varð í vikunni að forsætisráðherra gekk eins langt og slíkur aðili getur gengið til að hvetja menn til úrsagnar úr kirkjunni. Nefndi ráðherrann sérstaklega að kirkjan væri „í kreppu“ og þar væri mikill vandræðagangur.
Alveg er nú magnað að Jóhanna Sigurðardóttir „hugleiði“ að segja sig úr einhverju af því að þar sé kreppa og vandræðagangur.
Já það er ekki gott ef mikilvægar stofnanir eru markaðar af kreppu og vandræðagangi. Hvar skrá menn sig undan íslensku ríkisstjórninni?