Verðlagsnefnd búvara hefur tekið sameiginlega ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum, sem nefndin verðleggur, hækki 1. nóvember um 10,39%. |
– frétt á mbl.is 15. október 2008. |
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans. Verða vextir á sjö daga veðlánum, hinir eiginlegu stýrivextir bankans, lækkaðir úr 11% í 10%. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti á viðskiptareikningum innlánsstofnana um 0,5 prósentur í 8,5%. |
– frétt á mbl.is 10. desember 2009. |
Þ
Peningastefnunefnd á fundi. Verðlagsnefnd búvara ruglar aðeins hluta markaðarins sem ákvörðunum sínum. Verðlagsnefnd fjármagns, peningastefnunefndin, ruglar allt og alla með ákvörðunum sínum. |
að þykir mörgum hjákátlegt að nefnd á vegum hins opinbera ákveði verð á einstaka búvörum eins og mjólk og osti. Þetta ætti að heyra til liðinni tíð, segja menn, ekki síst hagfræðimenntaðir. En ef það fyrirkomulag er út úr kú, hvað má þá segja um opinberu nefndina sem ákveður hvorki meira né minna en verð á fjármagni í landinu? Verðlagsnefnd fjármagns, öðru nafni peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands?
Í verðlagsnefnd fjármagns sitja nú fimm hagfræðingar. Vafalaust ágætis fólk, ekki síður en þeir sem valist hafa í aðrar verðlagsnefndir ríkisins. Þrír nefndarmanna mótuðu raunar og framfylgdu stefnu seðlabankans um verðbólgumarkmið undanfarinn áratug og hinum tveimur þykir eðlilegt að íslenskir skattgreiðendur greiði Icesave reikninginn, ef menn vilja að einhver sérstök meðmæli fylgi nefndarmönnum.
En með fullri virðingu þá veit þetta fólk ekkert meira um hvert verð á peningum ætti að vera en fólkið í verðlagsnefnd búvara veit um hvað neytendur eru tilbúnir til að greiða fyrir ostbita eða framleiðendur að selja hann á. Það eitt að menn taki sæti í svona verðlagsnefndum ætti að gera þá óhæfa til þess.
Og það er fleira líkt með skyldum. Ríkið ákveður ekki bara verð á íslenskum búvörum heldur tryggir það að aðeins sé eitt ríkisverð í gangi með innflutningshöftum. Ríkið ákveður ekki aðeins verð á íslenskum peningum heldur tryggir það að aðeins eitt ríkisverð sé í gangi með gjaldeyrishöftum.