Í slenskir kvikmyndagerðarmenn kvarta sáran þessa dagana því ríkissjóður ætlar ekki að taka nema 463 milljónir króna að láni erlendis til að styrkja þá í ár. Á síðasta ári veðsetti ríkissjóður komandi kynslóðir fyrir 698 milljónir króna vegna ríkisstyrkja til kvikmyndagerðar. Nú er gert ráð fyrir að framlög ríkisins til kvikmyndagerðar verði þau sömu og árið 2007.
Menn mega ekki gleyma að líklega hefur ríkissjóður aldrei eytt jafn miklu af peningum og hann á ekki til og einmitt nú.
S íðastliðinn sunnudag var flutt fréttin “Harpa þarf ekki ríkisstyrk – Harpa fjárhagslega sjálfbær” í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Þar var rætt við Pétur J. Eiríksson framkvæmdastjóra félagsins sem byggir tónlistarhúsið. Ástæða viðtalsins var sögð sú að hefði borið á því að menn teldu byggingu hússins vera bruðl. Pétur svarað því með mjög athyglisverðum hætti:
Þetta snertir ekki ríkissjóð, þetta snertir ekki skattfé, þetta er eingöngu fjármagnað með lánsfé á frjálsum lánamarkaði. Og við teljum að svona eigi að mæta kreppu, að ná þeim peningum sem til eru í þjóðfélaginu og skapa vinnu og opna svona glæsilegt hús. Þetta hús verður sjálfbært, það er okkar verkefni að reka þetta hús með sjálfbærum hætti. Þannig að tekjur hússins eiga að duga og munu til að greiða niður lán af byggingunni og það á að greiða niður allan rekstrarkostnað þannig að það er ekki meiningin að þetta hús verði á húninum hjá ríkisstjórninni til að betla peninga einu sinni á ári. |
Samt veit hvert mannsbarn að á hverju einasta ári til ársins 2040 munu skattgreiðendur fá reikning upp á 800 milljónir króna vegna þessa húss.
Hvað fær menn til halda svona fjarstæðu fram með jafn bláköldum hætti? Hvernig getur fréttamaður Ríkissjónvarpsins látið hjá líða eftir svona ræðuhöld að spyrja: Já en hvað með þessar 800 milljónir sem þið fáið árlega í áskrift frá skattgreiðendum langt fram eftir öldinni?
En kannski hefur fréttamanninum og viðmælanda hans þótt það fyndið að þarna væru þeir fyrrverandi stjórnarmenn í Heimdalli að verja eina dýrustu opinberu framkvæmd Íslandssögunnar. Og nota til þess fréttatíma Ríkissjónvarpsins.
ÍÍ gær tilkynnti Seðlabanki Íslands að stýrivextir bankans á lánum í haftagjaldmiðli bankans yrðu lækkaðir úr10,0% í 9,5%. Þrátt fyrir að fjármálakerfi heimsins hafi riðað til falls rétt nýlega halda menn fast í þá kreddu að láta embættismenn ákvarða verð á mikilvægustu vörunni á fjármálamarkaði. Jafnvel þótt það sé almenn viðurkennt að mistök stærstu seðlabanka heimsins við þessa verðlagsstýringu séu helsta ástæða fjármálakrísunnar.
Hvernig ætli formúlan líti út sem embættismenn Seðlabanka Íslands nota til að ákvarða verð á lánum í mynt bankans? Það er án efa skrautlegt Excel-skjal. Seðlabankastjóri upplýsti svo að ef forsetinn hefði skrifað undir Icesave-ánauðina hefði það leitt til meiri lækkunar. Hvernig ætli ákvörðunum forsetans sé komið inn í jöfnuna.