Laugardagur 5. desember 2009

339. tbl. 13. árg.

S amkvæmt fréttum glaðhlakkalegs Ríkisútvarpsins hafa forystumenn stjórnarandstöðunnar samið um að ljúka annarri umræðu um Icesave-ánauðina á þriðjudaginn og verða örlög þess máls þá endanlega úr höndum stjórnarandstöðunnar. Þriðja umræða skiptir engu. Ríkisstjórnin fær þannig allt sitt fram í þeim hluta samkomulagsins.

Það sem stjórnarandstaðan fær í sinn hlut með samningunum er svo að önnur mál ríkisstjórnarinnar komast nú á dagskrá og til umræðu í nefndum. Ekki hefur stjórnarandstaðan viljað að skattahækkunarfrumvörpin tefðust. Annað fær stjórnarandstaðan ekki, nema frið fyrir spurningum fréttamanna Ríkisútvarpsins.

Snilld stjórnarandstöðuleiðtoganna tekur engan enda.

Hvar eru Geir og Arnbjörg þegar þeirra er þörf?