Þ að er auðvitað margt í dag sem menn hefðu vart trúað fyrir rúmu ári. En ekkert er þó jafn galið og að Vinstri hreyfingin – grænt framboð skuli eiga aðild að ríkisstjórn sem lýtur leiðsögn Alþjóðgjaldeyrissjóðsins í hvívetna efnahagsmálum, er búin að skila inn umsókn og gangast undir læknisskoðun vegna aðildar að Evrópusambandinu og er á góðri leið með að veðsetja íslenskan almenning vegna skulda einkafyrirtækis við fjármagnseigendur í útlöndum.
Hvenær kemur bandaríski herinn aftur á Miðnesheiði? Eða fær hann aðstöðu í Þjórsárverum?
En er ekki VG nauðugur einn kostur ef flokkurinn vill vera í ríkisstjórn? Tja hvert ætti Samfylkingin að leita með AGS, ESB og Icesave ef vinstri grænna nyti ekki við?
Ef frá eru taldir þrír kvenkyns kragakratar eru fáir stuðningsmenn við þessi mál í öðrum flokkum. Samfylkingin á ekki í önnur hús að venda.